Skip to main content

Frá stofnun Vinnuföt heildverslun hefur áhersla á þjónustu ávallt verið í forgrunni.

Vinnufot_Stadsetning

Það skiptir máli þegar kemur að því að velja rétta fatnaðinn að þjónustan sé persónuleg og að starfsmenn okkar hafi þekkingu á viðfangsefninu.

Við bjóðum öllum sem eru að skoða vinnufatnað og öryggisvörur að kíkja til okkar og fara yfir málin. Hér er allt til alls, sýnishorn af öllum vörum og stór þjónustulager. Við leiðbeinum um val á réttum fatnaði sem uppfylla umbeðna staðla.

Lagerinn hjá okkur telur yfir 4.000 vörunúmer og í flestum tilfellum er hægt að afgreiða allar pantanir beint af lager.

Hins vegar er úrvalið hjá samstarfsaðilum okkar enn meira og við höfum því haft þann háttinn á að panta mjög reglulega, eða u.þ.b. 1x í viku frá okkar helstu birgjum. Ef vara er ekki til á lager hjá okkur er hægt að tryggja skjóta afhendingu, að því gefnu að varan sé til á lager hjá samstarfsaðila.

Við sjáum um alla þjónustu varðandi merkingar, hvort sem um útsaum eða prentun er að ræða.

Yfirleitt er hægt að afgreiða vörur daginn eftir pöntun, óháð stærð pantana.